Hefur þú áhuga á Rótarý?
— Viltu láta gott af þér leiða?
Ef þú vilt upplýsingar um Rótarý sendu okkur upplýsingar um þig hér að neðan og haft verður samband við þig eins fljótt og auðið er.
- Rótarý er samfélag lausnamiðaðs fólks og leiðtoga sem kljást við stærstu og mest knýjandi áskoranir bæði nærsamfélags og alheimssamfélagsins.
- Rótarý er alþjóðlegt tengslanet fólks úr atvinnulífinu og opinberri þjónustu sem vinnur að mannúðar- og menningarstarfi og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
- Kjörorð hreyfingarinnar er ; þjónusta ofar eigin hag.
- Rótarýfélagar eru 1,4 milljón í um 35 þúsund klúbbum í rúmlega 200 löndum.
- Á Íslandi eru um 1200 félagar sem starfa í 31 rótarýklúbbi og einum rótaract klúbbi klúbbi.
Í klúbbunum er lifandi starf og að jafnaði vikulegir fundir með fróðlegum fyrirlestrum og umræðu. Reynt er að hafa fulltrúa sem flestra atvinnugreina í hverjum klúbbi og koma klúbbfélagar með tillögur um nýja félaga. Rótarýfélagi getur sótt rótarýfund hjá hvaða rótarýklúbbi sem er í heiminum.