Tilgangur Verkefnasjóðs Rótarý á Íslandi er að styðja við rótarýklúbba í umdæminu sem ráðast í verkefni í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna sem falla undir hinar 6 megin áherslur Rotary International (Areas of Focus).
Aðeins ætlaður rótarýklúbbum
Sjóðnum er þannig ætlað að styðja samfélagsverkefni í nærumhverfi í samstarfi við og að frumkvæði rótarýklúbbs.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2021. Úthlutað verður úr sjóðnum í lok mars eða byrjun apríl, ef áætlanir ganga eftir.
Skipulagsskrá Verkefnasjóðs má sjá hér.
Nánari upplýsingar gefur formaður verkefnasjóðs, Knútur Óskarsson í síma 820 8118.