NÝJUSTU FÆRSLUR

Fjölmenni var á nýstárlegum rótarýfundi umdæmisins á Rótarýdaginn

„Þessi fundur heppnaðist mjög vel að mínu mati og tel ég að þessi tilraun verði til þess að við munum senda út einn svona hátíðarfund á hverju ári. Um 300 manns fylgdust með útsendingunni...

Óvissa um framkvæmd ungmennaskipta Rótarý

Mikil röskun hefur orðið á skipulagi alþjóðlegra ungmennaskipta á vegum Rótarý vegna Covid-19 faraldursins. Eins og staðan er nú ríkir bann við öllu skiptistarfi vegna ungmenna hjá Rotary International og stendur það til 30. júní n.k.   "Einhver lönd eru að gera...
Rótarýdagurinn 2021

Rótarýfundur í beinni útsendingu hér – 23. febrúar kl. 17

Rótarýfundur verður í beinni útsendingu hér á síðunni kl. 17, þriðjudaginn 23. febrúar, frá Rótarýskrifstofunni í Reykjavík. Þar fær umdæmisstjóri góða gesti í sófann. Dagskrá fundarins verður þessi: Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi setur fund. ...

Hátíðarfundur Rótarýdagsins 23. febrúar 2021

Á Rótarýdaginn mun rótarýfólk í landinu vekja athygli á störfum hreyfingarinnar að verkefnum í nærsamfélaginu og á alþjóðavísu, í samræmi við kjörorð Soffíu Gísladóttur, umdæmisstjóra: „Stígum stolt fram.“ Síðdegis verður rótarýfundur í beinni útsendingu í...

Umdæmisþingið á Hallormsstað 2021

  https://youtu.be/RHiXFyCs7ks   Umdæmisþing Rótarý 2021 verður haldið á Hallormsstað í umsjá Rótarýklúbbs Héraðsbúa. Þingið verður sett 8. október og aðaldagskráin fer fram 9. október. Rótarýklúbburinn hefur látið gera fjörlegt myndband til kynningar á frábærum aðstæðum á...

Rótarýumdæmið styður hjálparstarf ShelterBox-samtakanna.

Nýlega boðaði Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri, til fjarfundar með forystufólki í rótarýhreyfingunni hér á landi þar sem fjallað var um starfsemi alþjóðlegu hjálparsamtakanna ShelterBox. Þau hafa þróast og eflst í framhaldi af frumkvæði sem Rótarýklúbburinn...

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar styrkti samfélagsverkefni

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar styrkti á dögunum reiðnámskeið fyrir fatlaða sem hestamannafélagið Hörður býður upp á. Styrkur frá Rótarýklúbbi Mosfellssveitar fyrir járningar á skólahrossin nam 180 þúsund krónum og styrkur frá Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi fyrir fóðri...

Rótarýklúbbur Héraðsbúa styður kennaranema í Malaví til háskólanáms

Rótaryklúbbur Héraðsbúa ákvað 2017 að stofna sjóð til að styrkja ungan fjölskyldumann í Malaví, Issa Bonomali frá þorpinu Chirombo við Apaflóa, til þriggja ára kennaranáms á háskólastigi. Styrkveitingin hefur ekki haft áhrif á aðra styrki sem klúbburinn veitir til góðra málefna innanlands...

Íslenskur forseti í alþjóðlegum rótarýklúbbi í Róm

"Ég byrjaði í Rótarý sem stofnfélagi í E-rótarýklúbbnum í Reykjavík árið 2013. Þegar ég flutti til Ítalíu frétti ég af því að það væri verið að stofna nýjan alþjóðlegan rótarýklúbb í Róm og gerðist...

Kynningarfundur í netheimum…

Á fjórða tug fundarmanna tók í gær þátt í kynningarfundi vegna stofnunar nýs rotarýklúbbs með fjarfundasniði innan rótarýumdæmisins á Íslandi. Fundurinn fór að sjálfsögðu fram í netheimum, þar sem fundarmenn ræddu málin á Zoom....