Fyrir fjölmiðla

Ef þú ert blaðamaður eða fulltrúi fjölmiðila og áhugasamur um starfsemi Rótarý á Íslandi eða jafnvel almennt, reynum við að aðstoða þig við afla upplýsinga, hafa samband við rétt fólk ef þú vilt taka viðtal eða fá ítarlegar upplýsingar um þau fjölmörgu verkefni Rótarý eða starfið almennt.

Rótarý á Íslandi (Rótarýumdæmið á Íslandi) er sjálfstætt Rótarýumdæmi með 31 rótarýklúbbi og um 1300 rótarýfélögum sem gerir Ísland það land sem hefur flesta rótarýfélaga miðað við höfðatölu.

Lang mesta starfið fer fram innan rótarýklúbbanna en einnig í samstarfi klúbba, bæði á lands- og heimsvísu. Fjölmörg alþjóðleg verkefni eru í gangi innan Rótarý og er Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) einn öflugasti hjálparsjóður heims.

Kynningarstjóri Rótarý á Íslandi:

Guðni Gíslason, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar
gudni@rotary.is, sími 896 4613

Umdæmisstjóri 2019-2020:

Anna Stefánsdóttir, Rótarýklúbbnum Borgum Kópavogi
umdstjori@rotary.is, sími 899 4384

Fjölmiðlasetur Rotary International: Rotary.org
Hér má finna lógó Rótarý og myndir.

Hafðið endilega samband við kynningarstjóra ef fleiri upplýsinga er þörf.