„Byggjum brýr – tengjum fólk“ er yfirskrift 73. umdæmisþings Rótarý á Íslandi

Þingið verður haldið á Selfossi 12.-13. október nk.

0
101
Frá síðasta umdæmisþingi í Mosfellsbæ

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið á Hótel Selfossi 12.-13. október en þetta er 73. umdæmisþingið sem haldið er á Íslandi. Á þinginu koma saman fulltrúar allra rótarýklúbbanna á Íslandi sem eru 31 talsins en þingið er opið öllum rótarýfélögum.

Þema þingsins er „Byggjum brýr – tengjum fólk“ en það er einkunnarorð núverandi umdæmisstjóra Garðars Eiríkssonar. Mikilvægt er að auka kynni rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjóninni. Þingið er kjörinn vettvangur í þessu skyni, auk þess að vera hátíð rótarýfélaga.

Nánar má sjá um þingið hér.